Nettó

Nettó er lágvöruverðsverslun með gæða vörur á góðu verði.

Nettó er í eigu Samkaupa hf. Fyrsta Nettó verslunin opnaði á Akureyri árið 1989 en í dag eru þær 16 talsins, sex  á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. á Grandanum, í Mjódd, í Lágmúla, í Hafnarfirði, Búðakór og við Salaveg í Kópavogi. Auk þess eru 2 Nettó verslanir á Akureyri, í Borgarnesi, á Selfossi, 2 í Reykjanesbæ, Grindavík, á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Húsavík. Nýjasta Nettó verslunin er Nettó Ísafirði.

Verslunin á Granda sem og í Mjódd eru opnar allan sólarhringinn til að auðvelda viðskiptavinum að versla á þeim tímum sem hentar þeim best hverju sinni.  Á Granda er einnig kjötborð. Vöruúrvalið í Nettó verslunum er mikið og verðlag að fullu samkeppnishæft við aðrar lágvöruverðsverslanir.  Nettó flytur inn fjöldann allan af eigin vörumerkjum svo sem Änglamark, Coop, X-tra, Sunwarrior, Food Doctor, Earth Friendly og Systema svo eitthvað sé nefnt. Vöruúrval samanstendur af matvöru sem og sérvöru. Sjá nánari upplýsingar um Nettó verslanirnar á www.netto.is.