Krambúð verður opnuð í Urriðaholtinu um miðjan september, í húsnæði þar sem áður var verslunin Nær. Verslunin verður græn sem þýðir m.a. að allir kælar verða lokaðir og keyrðir á rafmagni. Þá verður LED lýsing í allri búðinni, allt sorp flokkað og stafrænir verðmiðar verða í versluninni. Allt er þetta gert til þess að draga úr kolefnisspori verslunarinnar sem rímar vel við sjálfbærnistefnu Urriðaholts þar sem unnið er með sjálfbæra þróun, fjölbreytileika og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Opnunartími verslunarinnar verður frá 8 á morgnanna til 23:30 á kvöldin..