Sigurður Hansen hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra Nettó og Heiðar Róbert Birnuson tekur við nýrri stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra á verslunar- og mannauðssviði Samkaupa. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum, segir ráðningarnar munu styrkja allar verslanir fyrirtækisins og lítur björtum augum til framtíðar.