Hrefna Sif Ármannsdóttir verslunarstjóri ætlaði sér ekki í meira nám eftir grunnskóla þegar hún fann ástríðu fyrir því að vinna. Hún hafði ekki hug á að leggja vinnu sína til hliðar en er nú, 12 árum síðar komin með stúdentspróf, diplómu og nú síðast sérstaka háskólagráðu í verslunarfræðum. Námið fékk hún allt að taka meðfram vinnu og stefnir hún nú á að mennta sig enn meira meðfram starfi sínu.