Verslanir

Félagið rekur um sextíu smávöruverslanir víðsvegar um landið. Viðskiptavinir Samkaupa geta valið á milli helstu verslunarkeðja félagsins. Þær eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð og Iceland. Staða Samkaupa er áberandi og sterk bæði utan sem og innan höfuðborgarsvæðisins. Félagið býður uppá myndarlegar verslanir, fjölbreytt vöruúrval og sanngjarnt verð.

Verslanir Samkaupa

Margar af þeim verslunum sem Samkaup rekur voru upphaflega reknar af kaupfélögum, en Samkaup hefur í gegnum tíðina gert samninga um afsláttarkjör fyrir félagsmenn kaupfélaganna á starfssvæðum verslana félagsins. Um 30.000 félagar kaupfélaga nýta sér þessi afsláttarkjör í verslunum Samkaupa víða um land.