Fræðsla og menntun hjá Samkaupum

Samkaup leggur ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar og er eitt af megin markmiðum fyrirtækisins að starfmenn Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar á tækifæri til frekari starfsþróunar.

Markmið Samkaupa þegar kemur að fræðslu og menntun starfsfólks er:

  • Að bæta hæfni og færni starfsfólks á kaupmennsku og verslunarrekstri
  • Að efla framkomu og þjónustulund starfsfólks við viðskiptavini Samkaupa
  • Að fyrirtækið styrki einstaklinginn til starfsþróunar
  • Að auka starfsánægju og jákvætt viðhorf starfsfólks
  • Að efla menntunarstig starfsfólks Samkaupa til framtíðar

Menntunar og fræðsluleiðir Samkaupa eru eftirfarandi:

Fræðsluskot Kaupmannsins

Fræðsluskot Kaupmannsins er vettvangur símenntunar meðal starfsfólks Samkaupa og er til að dýpka þekkingu starfsfólks í fyrirtækinu. Fræðsluskotin eru fjölbreytt og byggir á þörfum fyrirtækisins og óskum starfsfólks hverju sinni.

Regluleg fræðsluskot Kaupmannsins eru stutt og hnitmiðuð fræðsla sem eru kennd er á mismunandi vegu, það getur verið með staðbundni kennslu í mismunandi landshlutum, inn í verslunum, með rafrænum fyrirlestrum, hlaðvarpi, myndböndum eða á annan skilvirkan hátt. Að lámarki verða tvö fræðsluskot haldin í hverjum landshluta á ári.

Dæmi um fræðsluskot er: ofurþjónusta, vöruþekkingarfræðsla, heilsa og heilsuvörur, erfiðir viðskiptavinir, samskipti á vinnustað, skyndihjálp, öryggisfræðsla o.s.fv.

Fagnám í verslun – og þjónustu

Fagnám í verslun og þjónustu er 90 eininga nám sem kennt er í fjarnámi og við lok námsins öðlast starfsmaður Fagpróf í verslun og þjónustu. Markmiðið er að gefa starfsmönnum tækifæri til að afla sér aukna sérþekkingu og hæfni sem nýtist í starfi ásamt því að þjálfa faglega og persónulega færni hvers starfsmanns.

Námið skiptist í þrjár vörður og geta starfsmenn sjálfir stýrt hraða námsins og hve marga áfanga þeir hafi áhuga á að taka. Hver varða inniheldur ákveðna fjölda bóknámsáfanga og vinnustaðaáfanga. Námið er kennt í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og annast skólinn kennslu á bóknámi námsbrautarinnar. Verklegir áfangar á vegum Samkaupa fara fram í gegnum starfsþjálfun í hverri verslun. Fagnám í verslun – og þjónustu er lokið á öðru hæfniþrepi. Möguleiki er fyrir starfsfólk að halda áfram námi til stúdentsprófs óski það eftir því.

Raunfærnimat

Hver starfsmaður sem hefur áhuga á að taka fagnám í verslun- og  þjónustu hefur möguleika á að fara í raunfærnimat. Starfsfólk Samkaupa býr yfir reynslu og þekkingu í verslun og þjónustu, og getum það óskað eftir því að fara raunfærnimat. Raunfærnimat er ferli þar sem hæfni og færni hvers er metin án tillits til þess hvernig hæfninnar var aflað. Hægt er að nýta raunfærnimatið til styttingar á fagnáminu. Hér er hægt að lesa nánar um raunfærnimat (https://frae.is/raunfaernimat/)

Diplomanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Samkaup styður sína stjórnendur áfram í Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun sem er starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum. Námið er metið til eininga til áframhaldandi náms í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Diplóanámið hér (https://www.bifrost.is/namid/vidskiptadeild/diplomanam-i-vidskiptafraedi-og-verslunarstjornun)

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um menntun og fræðslu fyrir starfsfólk Samkaupa er hægt að fá hjá framkvæmdastjóra mannauðssviðs, Gunni Líf (gunnur@samkaup.is)