Innsending reikninga

Innsending reikninga er tengjast rekstri (athugið að þetta á ekki við um vörukaupareikninga)

Rafrænir reikningar í gegnum skeytamiðlun
Við tökum á móti rafrænum reikningum í gegnum skeytamiðlun og er þetta sú leið sem er ákjósanlegust til að senda okkur reikninga.

Reikningar í tölvupósti
Ef þú hefur ekki tök á að senda rafræna reikninga þá má senda reikninga á PDF-formi  á netfangið bokhald@samkaup.is  – Athugið að við tökum ekki við handskrifuðum reikningum þó þeir séu sendir sem PDF-skjal.

Reikningar á pappír
Við vinnum nú að því að útleiða móttöku reikninga á pappír og bendum við á leiðirnar sem eru nefndar hér að ofan til að koma til okkar reikningum.

Handskrifaðir reikningar
Við tökum ekki lengur á móti handskrifuðum reikningum.  Þetta á bæði við um handskrifaða reikninga sem sendir eru í bréfpósti og tölvupósti, þar sem bókhaldskerfið okkar getur ekki lesið þá.

Reikningagátt
Á reikningagáttinni okkar
er hægt að setja inn upplýsingar af handskrifuðum reikningi,  ásamt því að afrit af reikningnum er sett inn sem viðhengi.  Í raun býr gáttin til rafrænan reikning sem inniheldur upplýsingarnar af handskrifaða reikningnum og sendir rafræna reikninginn beint inn í kerfið hjá okkur.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi að setja reikning í gegnum reikningagáttina þá má senda tölvupóst á bokhald@samkaup.is til að fá leiðsögn.