Persónuvernd

Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Gildi Samkaupa, Kaupmennska, Áræðni og Sveigjanleiki, eru leiðarljós í starfi starfsmanna og stjórnenda Samkaupa. Allar ákvarðanir er varða vinnslu persónuupplýsinga hjá Samkaupum eru teknar af lykilstjórnendum og stjórn fyrirtækisins með aðstoð ráðgjafa á sviðum persónuverndarmála.

Persónuverndarstefna Samkaupa

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Samkaup hf., kt. 571298-3769, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ og dótturfyrirtæki (hér eftir „Samkaup“) standa að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga (hér eftir einnig „þú“).

Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga þegar einstaklingar:

Hafa samband við fyrirtækið, hvort sem það er í gegnum tölvupóst, síma eða samfélagsmiðla.
heimsækja heimasíðu okkar, www.Samkaup.is.
skrá sig á póstlista okkar.
nýta sér netverslun dótturfyrirtækja okkar.

Samkaup vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Samkaup leggja mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem í samræmi við bestu bestu venjur í verslunarrekstri. Meginstefna Samkaupa er ávallt að aðgangur að persónuupplýsingum sé einungis veittur þeim sem þurfi slíkan aðgang.

Beiðni vegna vinnslu persónuupplýsinga

Réttindi

Hver eftirtalinna réttinda óskar þú eftir að nýta þér?(Required)
Að því gefnu að upplýsingarnar séu þess eðlis að slíkt sé mögulegt

Beiðni

Til þess að aðstoða okkur við vinnslu beiðnarinnar biðjum við þig vinsamlegast að veita okkur eins ítarlegar upplýsingar um gögnin og þér er unnt. Dæmi: „Ég hef verið viðskiptavinur hjá fyrirtækinu síðan...“ . „Ég starfaði hjá fyrirtækinu á tímabilinu....“ „Ég sótti um starf hjá fyrirtækinu....“ „Ég hef nýtt mér eftirfarandi þjónustu....“ ofl.

Yfirlýsing

Ég staðfesti að ég er sá sem vísað er til í þessari beiðni og að allar upplýsingar settar fram eru réttar og hafa verið veittar Samkaupum í þeim tilgangi að bregðast við beiðni minni. Einnig staðfesti ég að upplýsingarnar sem safnast saman í tengslum við vinnslu þessarar beiðnar má afhenda til mín á því formi sem Samkaup telja mest viðeigandi (en þó alltaf rafrænt ef þess er kostur); Ég er meðvitaður um að það kann að vera ómögulegt að afhenda mér umbeðnar upplýsingar vegna þess að þær eru ekki lengur til og að allur eða hluti af beiðni minni kann að verða vísað frá ef ekki verður hægt að vinna hana sökum ákvæða í lögum. Einnig er ég meðvitaður um að Samkaup kann að taka hóflegt gjald fyrir vinnsluna ef hún reynist vera umfangsmikil og munu Samkaup upplýsa mig um þann kostnað áður en vinnslan fer fram.