Reikningsviðskipti - Viðskiptaskilmálar

Skilmálar þessir eiga við um viðskipti Samkaupa hf. Þeir eru gefnir út til að tryggja skilvirkt ferli reikninga og greiðslna.

Óski viðskiptamaður eftir því að komast í reikningsviðskipti veitir það Samkaupum heimild til þess að sækja upplýsingar um viðkomandi viðskiptamann hjá Creditinfo í tengslum við ákvörðunartöku um reikningsviðskipti, enda hefur Samkaup lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga. Þær upplýsingar sem kunna að verða sóttar eru annars vegar upplýsingar úr vanskilaskrá Creditinfo og svo hins vegar lánshæfismat sem metur líkurnar á vanskilum tólf mánuði fram í tímann. Viðkomandi má ekki vera á vanskilaskrá hjá Creditinfo svo umsóknin fáist samþykkt. Ábyrgðarmaður þarf að vera fasteignareigandi. Umsóknaraðili fyrir lögaðila verður að vera skráður prókúruhafi félagsins.

Upplýsingum um útgáfu reikninga á lögaðila, fjárhæð þeirra og hvenær þeir verða greiddir, kann að verða miðlað áfram í Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf.

1.1. Greiðsluskilmálar
Úttektarmánuður er almanaksmánuður hverju sinni. Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 5. dag næsta mánaðar og er eindagi 15. þess sama mánaðar. Sé skuld ekki greidd á eindaga, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Falli skuld á eindaga eru send út innheimtuviðvörun og innheimtubréf á vegum Motus og í framhaldi fer skuld í lögfræðiinnheimtu. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðir varðandi innheimtugjöld.

1.2. Rafrænir reikningar
Reikningar eru sendir rafrænt, annað hvort í gegnum skeytamiðlun eða með tölvupósti frá bokhald@samkaup.is
Hægt að senda fyrirspurnir um stöðuyfirlit, reikninga og hreyfingar á innheimta@samkaup.is

1.3. Umsókn um reikningsviðskipti: (ýttu hér til að nálgast umsóknarformið)
Fjármáladeild metur umsóknir og áskilur sér allan rétt til að hafna eða samþykkja umsókn hverju sinni. Umsóknir eru teknar fyrir 10. og 25. hvers mánaðar. Ef þessir dagar lenda á rauðum degi þá eru umsóknir teknar fyrir næsta virka dag.
1.1. Farið er með öll persónuleg gögn samkvæmt persónuverndarlögum.
1.2. Reikningsviðskipti í formi mánaðarlegra viðskipta byggjast á gagnkvæmu trausti þeirra sem að standa. Engu að síður er oft um það háar lánsfjárhæðir að ræða að Samkaup fer fram á tryggingar. Starfsmenn fjármáladeildar Samkaupa meta þetta hverju sinni. Helstu tryggingarform eru eftirfarandi:

Sjálfskuldarábyrgð
1.3. Eigandi/eigendur gangast í ábyrgðir fyrir úttektum félagsins hjá Samkaupum. Viðkomandi þarf að uppfylla sömu skilyrði og einstaklingar sem sækja um þ.e.a.s. vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrám. Upphæð ábyrgðar skal taka mið af áætlaðri úttekt félagsins.

Bankaábyrgð
1.4. Viðskiptabanki umsækjanda ábyrgist úttektir viðkomandi hjá Samkaupum ehf. Í flestum tilfellum er tilgreind upphæð sem um ræðir og eins gildistími ábyrgðar. Greiðslu þarf ávallt að inna af hendi fyrir lok gildistíma ábyrgðar.
1.5. Með samþykki á skilmálum þessum samþykkir viðskiptavinur að öll frum-og milliinnheimta vegna vanskila, þ.e. birting innheimtuviðvörunar og milliinnheimtubréfa, fari fram með stafrænum hætti. Á það við hvort sem um er að ræða innheimtu sem framkvæmd er af Samkaupum eða af hálfu innheimtufyrirtækis eða lögmanns sem Samkaup felur að annast innheimtuna. Í stafrænni innheimtu felst að allar tilkynningar vegna vanskila berast viðskiptavini með stafrænum hætti t.d. með tölvupósti á uppgefið netfang hans eða í rafræn skjöl í netbanka. Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á skráningu netfangs síns og því að tilkynna þær breytingar til Samkaupa sem hann kann að gera á netfangi sínu. Hafi viðskiptavinur vanrækt þá skyldu sína að uppfæra upplýsingar um netfang ber hvorki Samkaup né innheimtuaðili ábyrgð á því að tilkynningar berist ekki viðskiptavini, né því tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna þess að framangreind samskiptaleið var notuð. Viðskiptavinur gerir sér grein fyrir að netfangi hans kann að vera miðlað til þriðja aðila, þ.e. til innheimtuaðila, í framangreindum tilgangi. Viðskiptavinur gerir sér grein fyrir að þrátt fyrir að innheimta fari fram með stafrænum hætti er frum-og milliinnheimtukostnaður innheimtur í samræmi við reglugerð nr. 37/2019 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. Viðskiptavini er heimilt að afturkalla samþykki um að innheimta fari fram með stafrænum hætti. Tekur afturköllun gildi um leið og upplýsingarnar eru sannanlega komnar til Samkaupa.