Jafnréttisstefna

Jafnréttis – og jafnlaunastefna Samkaupa er hluti af Mannauðsstefnu. Stefnan nær til alls starfsfólks óháð kyni, aldri, þjóðerni, kynþætti, trúarbrögðum og kynhneigð og skerðingar.

Samkaup hlaut formlega vottun (25.janúar 2019) um að standast kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2019-2022. Vottunin var endurnýjuð (19.11.2021) ásamt leyfi til að nota jafnlaunamerkið 2022-2025.

Tilgangur þessarar jafnréttis – og jafnlaunastefnu er að stuðla að jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkaup hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólk og inniheldur jafnréttisáætlun og byggist þessi stefna á henni.

Samkaup leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og nýta til jafns styrkleika allra kynja þannig að hæfileikar, kraftar og færni alls starfsfólks fyrirtækisins njóti sín sem best. Með jafnréttisáætlun Samkaupa hafa stjórnendur skuldbundið sig að leggja áherslu á jafnrétti þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu.

Samkaup býr að gildandi samstarfssamningum við Samtökin ’78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur. Þessir samstarfsamningar eru mikilvægur liður í vegferð Samkaupa til aukins jafnréttis á meðal starfsfólks sem ber heitið Jafnréttir fyrir öll – Samkaup alla leið. Með þeirri vegferð setur Samkaup áherslu á jafnrétti í mun víðara samhengi og leggur þar með áherslu á útrýma fordómum sem hinsegin, skert og erlent starfsfólk getur orðið fyrir á vinnustaðnum.

 

Gildi Samkaupa, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og eru leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóttum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og að konur og karlar hafi jöfn tækifæri á öllum sviðum.  Lykilatriði í velgengi Samkaupa felst í starfsfólki fyrirtækisins.

  • Samkaup greiðir öllum kynjum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Samkaup veitir öllum kynjum jafna möguleika.
  • Samkaup býður öllum kynjum sömu tækifæri til starfsþjálfunar og fræðslu.
  • Samkaup er fjölskylduvænn vinnustaður.
  • Samkaup líður ekki kynbundna, né kynferðislega áreitni, einelti eða ofbeldi á nokkurn hátt.

Nánari úfærsla á þessum meginmarkmiðum Samkaup er í jafnréttisáætlun (JAFN 05.02).

Samkaup greiðir öllum kynjum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Samkaup mismunar ekki starfsfólki í launum, hlunnindum eða kjörum eftir kyni, kynhneigð, kyntjáningu, trúarbrögðum, þjóðerni, skerðingar eða aldri og er það einn megin tilgangur með jafnlaunakerfinu.

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 og önnur lög er tengjast jafnrétti, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nær til alls starfsfólks og er hluti af launastefnu fyrirtækisins. Stjórnendur skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að þróast í starfi, óháð kyni. Leitast er við að hafa kynjahlutfall sem jafnast og að störf flokkist ekki sem sérstök karla eða kvennastörf.

Samkaup hefur það markmið að allt starfsfólk eigi kost á að sækja sér aukna starfsþjálfun, endurmenntun og fræðslu. Öll kyn njóta sömu möguleika til að sækja námskeið sem heldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings í öðrum störfum hjá Samkaupum.

Samkaup leitast eftir að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með gagnkvæmum sveigjanleika eftir því sem við verður komið.

Lögð er áhersla á góða líðan starfsfólks og góðan starfsanda hjá Samkaupum. Allt starfsfólk skulu geta notið sín sem einstaklingar og eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu, kurteisi og alúð. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni, einelti eða ofbeldi af öðru tagi er undir engum kringumstæðin liðin hjá Samkaupum.

Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs. Jafnréttis – og jafnlaunastefna þessi er hluti af Mannauðsstefnu Samkaupa sem er kynnt fyrir öllu starfsfólki og því gert grein fyrir hvert hægt er að leita með athugasemdir.