Samkaup fáni

Um Samkaup

Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax.

Leiðandi fyrirtæki

Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu. Hjá félaginu starfa um 1250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.

Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Samkaup starfar á íslenskum dagvörumarkaði og byggir rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.

Gildin okkar

Allar rekstrareiningar Samkaupa eru reknar með sömu gildi að leiðarljósi þegar kemur að rekstri og þjónustu. Starfsmenn Samkaupa sýna ábyrgð og fagmannlega framkomu í starfi sínu og endurspegla gildi og viðhorf félagsins til þjónustu við viðskiptavini.

Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem endurspegla grunngildi félagsins:

Sveigjanleiki

Sveigjanleiki til að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina um allt land sem endurspeglar fjölbreytt en um leið vandað og hnitmiðað vöruval á sanngjörnu verði.

Kaupmennska

Kaupmennska sem byggir á skýrum ferlum og innri samskiptum, vöru- og þjónustugæðum, fag- og vöruþekkingu starfsfólks og útliti og ásýnd.

Áræðni

Áræðni sem vísar á mikilvægi þess að ryðja úr vegi hugarfarslegum hindrunum og finna sífellt nýjar og betri leiðir til þjónustu og rekstrar um leið og samkeppni einkennist af sjálfstrausti og frumkvæði á markaði.

Samvinna

Allar rekstrareiningar Samkaupa eru reknar með sömu gildi að leiðarljósi þegar kemur að rekstri og þjónustu.

Samvinna

Samfélagið

Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi.

Skoða nánar
Umhverfið

Umhverfið

Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er. Umhverfisstefnan nær til allrar starfseminnar.

Skoða nánar
Starfsfólk Samkaupa

Starfsfólk Samkaupa

Upplýsingar um starfsfólk skrifstofu.

Skoða nánar
Samkaup fáni

Stjórn og framkvæmdastjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjórn Samkaupa

Skoða nánar

Verslanir

Félagið rekur um sextíu smávöruverslanir víðsvegar um landið. Viðskiptavinir Samkaupa geta valið á milli helstu verslunarkeðja félagsins. Þær eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Iceland og Samkaup Strax.

Skoða nánar