Þú getur byrjað að spara strax í dag með því að ná þér í Samkaup í símann.
Þegar þú spilar leikinn getur þú unnið 12 dósir af Pepsi Max bara með því eina að taka þátt.
Til að bæta um betur munu 6 heppnir verða dregnir út og vinna 50.000kr. inneign í appinu.
Leikurinn er einfaldur og skemmtileg viðbót við allt það frábæra sem appið hefur uppá að bjóða.
Prufaðu núna!
Byrjaðu að spara 2% afslátt af öllum innkaupum í Nettó, Krambúðinni, Kjörbúðinni, Iceland og á netto.is.
Nýttu þér vikuleg apptilboð með allt að 50% appslætti í formi inneignar.
Með appinu getur þú gert innkaupalista, pantað á netto.is og haft yfirlit yfir kvittanir.
Sæktu appið til að nýta þér appslættina okkar og sérkjör í verslunum Samkaupa á landsvísu.
Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að hafa samband hér eða í síma 421-5446 milli 8-16 til að fá frekari upplýsingar.
Samkaupa appið er fríðindakerfi þar sem þú getur safnað inneign í öllum verslunum Samkaupa í hvert skipti sem þú verslar.
Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Einnig er hægt að greiða með appinu í öllum verslunum Samkaupa og haldið utan um allar kvittanir þínar á einum stað.
Þú getur sótt appið í bæði Google Playstore fyrir Android síma og í Appstore fyrir Iphone síma.
Það þarf ekki að sækja rafrænt félagsmannakort. Allir skráðir félagsmenn KSK, KB og KÁ fá sjálfvirkt félagsmannakjör. Til að sjá hvort þú sér skráður félagsmaður ferð þú í punktana 3 sem stendur fleira. Þar kemur fram hvort þú sért að félgasmannakjör. Einnig þegar þú skannar og notar appið kemur fram á skjánum hvort þú sért skráður sem félagsmaður.
Já það er hægt! Þú getur tengt eitt greiðslukort við appið, annað hvort debit eða kredit.
Sjáðu hvernig undir almennum leiðbeiningum.
Samkaupa appið er með fasta 2% inneign af öllum viðskiptum.
Einnig verða ýmis aukatilboð sem verða eingöngu í boði fyrir þá sem að nota appið.
Félagsmannakjör fyrir KSK, KB og KÁ eru nú í Samkaup appinu.
Félagsmenn fá 2% inneign í stað hefðbundins 2% afsláttar af vörum, þegar þeir nota Samkaupa appið eða versla á netto.is ásamt reglulegum félagsmanna apptilboðum.
KEA kortið er ekki með félagsmannakjör í appinu.
Inneign eru fríðindi sem að þú vinnur þér inn fyrir hverja afgreiðslu þar sem að þú skannar QR kóðann með appinu.
Þú getur notað inneign þessa í öllum verslunum Samkaupa og hvenær sem að þú vilt.
Appið veitir ekki hefðbundinn afslátt sem að minnkar upphæðina sem að þú borgar. Appið veitir í raun afslátt í formi inneignar sem að þú notar síðar þegar þér hentar og í þeirri verslun Samkaupa sem að þér hentar.
Þegar þú er á kassa þá þarftu að skanna QR kóðann til að fá fríðindin sem fylgja appinu. Það tryggir þér inneign fyrir þau viðskipti. Hægt er að skanna QR kóða hvenær sem er fyrir greiðslu.
Á sjálfsafgreiðslukössum er QR kóðinn sjáanlegur á skjánum þegar búið er að skanna inn vörurnar og ýta á “Greiða” þá er hægt að skanna kóðann og tryggja sér fríðindin.
Þú notar inneignina þegar þú ert á kassa og reiðubúinn að borga.
Þegar þú ert á kassa og skannar QR kóðann þá getur þú á hefðbundnum kassa sagt starfsmanninum á kassanum að þú ætlir að borga með appinu.
Á sjálfsafgreiðslukassa þá ýtir þú einfaldlega á QR kóðann á skjánum.
Þegar annarri hvorri af þessari aðgerð er lokið þá færðu upp á símann skjá í appinu þar sem að þú getur hakað við kort ef að þú ert með það skráð í appinu eða hakað við inneignin eða bæði ef að þú vilt.
Næsta skref er einfaldlega að renna rauðu bólunni til hægri, slá inn pin númerið sem að þú valdir þér og þá er þú búinn að borga.
Já, inneign sem að er ekki notuð fyrnist að 3 árum liðnum
Já, allir þeir sem versla á netto.is eða í appi fá 2% afslátt í formi inneignar og geta nýtt sér veglegu appsláttartilboðin.
Eftir að þú hefur nýskráð þig þá þarftu að skrá þig inn.
Á upphafsskjánum þá slærðu inn annað hvort símanúmer eða netfang í efri reitinn og svo lykilorðið þitt í þann neðri og ýtir svo á “innskrá”
Neðst í appinu eru 3 valmöguleikar, þú smellir á þann til hægri “Fleira”
Þar sérðu valmöguleika sem að heitir “Breyta PIN númeri”
Þú smellir á hann og færð upp skjá þar sem að þú þarft að setja inn lykilorðið þitt sem að er það sama og þú notar til að skrá þig inn í appið.
Nú geturðu sett inn nýtt PIN númer og þarft svo að staðfesta það og þá er það komið.
Neðst í appinu eru 3 valmöguleikar, þú smellir á þann til hægri “Fleira”
Þar sérðu valmöguleika sem að heitir “Greiðslumögleikarnir þínir”
Þar smellirðu á “Bæta við greiðslukorti” og lest og samþykkir skilmálanna.
Næsta skref er að setja inn kortaupplýsingarnar þínar og ýta á “Add Card”
Þá kemur upp 3D Secure gluggi frá kortaútgefanda þínum sem að sendir þér kóða í SMS sem þú stimplar inn.
Þegar þessu er lokið þá hefur þú lokið við að tengja kredit eða debitkortið þitt við appið!
Þegar þú ert á kassa þá opnar þú appið í símanum og ýtir neðst fyrir miðju á aðalskjánum með bólunni á “Greiða”
Þá færðu upp skanna sem að notar myndavélina í símanum til að skanna QR kóðann, þú beinir henni að QR kóðanum og hann skannast.
Þegar þú hefur skannað QR kóðann þá getur þú á hefðbundnum kassa sagt starfsmanninum á kassanum að þú ætlir að borga með appinu.
Á sjálfsafgreiðslukassa þá ýtir þú einfaldlega á QR kóðann á skjánum.
Þegar þú hefur framkvæmt þessi skref að ofan þá færðu upp á símann skjá í appinu, þar sem að þú getur hakað við kort ef að þú ert með það skráð í appinu eða hakað við inneignin eða bæði ef að þú vilt.
Næsta skref er einfaldlega að renna rauðu bólunni til hægri, slá inn pin númerið sem að þú valdir þér og þá ert þú búinn að borga.
Kvittunin ætti að birtast skömmu seinna í appinu á aðalskjánum í fréttaveitunni eða undir “Þínar kvittanir bólunni”
Til þess að breyta upplýsingum um þig í appinu þá þarftu að vera á upphafsskjá appsins og smella á valkostinn “Fleira” neðst til hægri.
Þar sérðu valkostinn “Prófíllinn þinn” sem að þú smellir á og þarft að setja inn lykilorðið þitt sem að er það sama sem að þú notar til að skrá þig inn.
Þá kemstu inn í upplýsingar um þig sem að þú getur breytt.
Þú þarft að vera á upphafsskjá appsins og smella á valkostinn “Fleira” neðst til hægri.
Þar sérðu valkostinn “Prófíllinn þinn” sem að þú smellir á og þarft að setja inn lykilorðið þitt sem að er það sama sem að þú notar til að skrá þig inn.
Þar efst sérðu númer meðlims.
Á aðalskjánum við hliðina á rauðu bólunni með inneigninni er minni bóla sem heitir “Þínar kvittanir”
Ef að þú ýtir á hana þá færðu upp lista yfir þínar kvittanir og getur ýtt á þá kvittun sem að þú vilt skoða.
Þú sérð heildarinneignina þín í rauðu bólunni á aðalvalmyndinni.
Fyrir ítarlegri upplýsingar um inneign þá ýtir þú á bóluna, þar sérðu sundurliðun á því hvernig flokkar hafa veitt þér inneign.
Einnig sérðu áunnina heildarinneign frá því að þú skráðir þig og hvernig þú hefur unnið þér inn inneign eftir mánuðum.
Fyrir ítarlega sundurliðun á inneign og dagsetningum hverjar færslu getur þú smellt á “Inneignin þín” alveg efst.
Þessi villa við stofnun getur komið upp þegar 1. skref nýskráningar tekst en eitthvað fer úrskeiðis í seinni skrefum.
Hægt er að skrá sig inn með netfanginu sem um ræðir og lykilorðinu.
Á upphaf síðu innskráningar er tengill sem að heitir “Ég hef gleymt lykilorðinu mínu”.
Þú smellir á hann og færð upp síðu þar sem að þú setur inn netfangið sem að þú skráðir þig með.
Þá ættir þú að fá sendan póst á netfangið þitt innan skamms.
Mundu að athuga ruslpóstinn því að póstsíur geta verið mismunandi strangar.
Þessi villa er þekkt og við biðjumst velvirðingar á henni, verið er að leita leiða til að lagfæra hana.
Þú þarft að ganga úr skugga að þú sért alveg örugglega með PIN númer valið í appinu undir greiðslumöguleikar.
Ef að þú ert ekki að fá inneign með QR kóðanum þarf að gæta að því að ekki sé verið að nota annað afsláttarkort KEA eða félagsmannakort.
Þau núlla út inneign og veita eingöngu sinn afslátt.
Ef að þú ert ekki að því en telur þig samt ekki vera að fá inneign þá skaltu hafa samband við app@samkaup.is
Það fer eftir villuboðunum hvað er í gangi, greiðsluvillur og tengingavillur eru oftar en ekki tímabundnar og hverfa ef beðið er í örlitla stund og reynt aftur.
Aðrar villur geta bent til uppsetningavillu í appi eða símtæki.
Ef að þú verður fyrir ítrekuðum villum hafðu þá samband við app@samkaup.is og sendu okkur póst og við munum reyna að finna út úr þessu fyrir þig.
Ef að ekkert af þessu svaraði spurningum þínum þá geturðu alltaf haft samband á app@samkaup.is eða í gegnum formið hér að neðan.
"*" indicates required fields