Umhverfið

Umhverfið

Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er. Umhverfisstefnan nær til allrar starfseminnar.

Umhverfisstefnan

Við viljum að starfsmenn hugsi um umhverfið í daglegum störfum og fylgi umhverfisstefnunni með án undantekninga. Lög og reglur í umhverfismálum eru uppfylltar á öllum starfsstöðvum.

Við kaup á vöru og þjónustu er tekið mið af umhverfisstefnunni og gerðar skýrar kröfur til birgja og undirverktaka um að þeir fylgi henni. Á það einnig við birgja þeirra og undirverktaka. Á grundvelli umhverfisstefnunnar er unnið að stöðugum umbótum til að bæta markvisst árangur.

Markmið 2021

Eftirfarandi markmið hafa verið sett fyrir árið 2021:

Minnka sorp um 50 tonn

Útrýma sóun í kjötdeildum

Kolefnisjafna Samkaup hf.

Innleiða plastkassa í netverslun og minnka selda burðarpoka um 50%

Útrýma einnota plasti úr öllum verslunum (bollar, rör etc.)

Útrýma plasti utan um grillaðan kjúkling

Útrýma plasti í bakað á staðnum

Útrýma prentuðum kvittunum úr verslunum

Minnka útsenda reikninga um 50%

Koma upp sorpflokkun á öllum starfsstöðvum