Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins en eitt að lykilatriðum í velgengni Samkaupa felst í mannauðnum.

Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska – Áræðni og Sveigjanleiki eru leiðarljós í öllum starfi Samkaupa.

Starfsfólk Samkaupa býr yfir yfirburðarþekkingu og reynslu í kaupmennsku og þjónustu, það er jákvætt, faglegt og famsýnt, leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini Nettó, Kjörbúðarinnar, og Krambúðarinnar.

Samkaup býður upp á tækifæri fyrir starfsfólk sitt að þróast í starfi innan félagsins í samræmi við metnað, hæfni og kunnáttu. Fyrirtækið leggur áherslu á að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun starfsfólk meðal annars í gegnum Kaupmannsskólann og aðra fræðslu í samstarfi við VR, Samtök verslunar- og þjónustu og Háskólann á Bifröst. Hægt er að lesa nánar um Kaupmannsskólann hér. Samkaup vill tryggja gott hvetjandi starfsumhverfi og veita starfsfólki sínu tækifæri á að vaxa og dafna í starfi þar sem áhersla er á liðheild sem vinnur eftir gildum fyrirtækisins. Árangurinn skilar sér til ánægðra viðskiptavina.

Stefna Samkaupa er að gæta jafnréttis milli kynjanna, kynþátta og trúar og að starfsfólk sé metið óháð uppruna, aldri eða kyni þegar kemur að ráðningum, starfsþróun, símenntun og launakjörum. Hægt að nálgast frekari upplýsingar um jafnréttis – og jafnlaunastefnu Samkaupa hér.

Uppskrift Samkaupa að góðum degi
1. Bjóðum góðan daginn, kveðjum og þökkum fyrir.
2. Gefum okkur tíma til að vera vingjarnleg.
3. Við erum rösk og fagleg.
4. Hrósum hvert öðru fyrir vel unnin verk.
5. Við erum jákvæð og lítum á björtu hliðarnar.

Hafið þú spurningu er varðar mannauðsstefnu Samkaupa, er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra Mannauðssviðs.

Sækja um starf hjá Samkaup.