Kaupmannsskólinn

KaupmannsskólinnKaupmannsskóli Samkaupa er rekinn í samvinnu við Háskólann á Bifröst.

Um er að ræða nám fyrir stjórnendur og lykilstarfsfólk nærri 50 verslana Samkaupa um land allt. Áhersla er lögð á fræðslu meðal annars um kaupmennsku, leiðtogaþjálfun, sölutækni, fjármál, nýliðaþjálfun og þjónustustjórnun.

Kaupmannsskólinn hefur það að markmiði: 

  • Að bæta skilning á grundvallaratriðum kaupmennsku og verslunarreksturs
  • Að efla framkomu og þjónustulund við viðskiptavini  Samkaupa
  • Að bæta vöruþekkingu starfsfólks
  • Að auka starfsánægju og jákvætt viðhorf starfsfólks
  • Að efla gæða- og öryggisstjórnun í verslunum
  • Að efla menntunarstig starfsfólks Samkaupa til langs tíma litið

Kaupmannsskólinn er vettvangur endurmenntunar og símenntunar meðal starfsmanna fyrirtækisins. Fræðsluáætlun Kaupmannsskólans er fjölbreytt og byggir á þörfum fyrirtækisins og óskum starfsfólks. Allir nýir starfsmenn Samkaupa fá nýliðafræðslu þar sem meðal annars er farið yfir skyldur starfsmanns og hlutverk, uppbyggingu og gildi Samkaupa.  Allir starfsmenn geta nálgast starfsmannahandbók á innra neti Samkaupa. Það er jöfn ábyrgð starfsmanns og yfirmanns að framfylgja fræðslu og þjálfun.