Samkaup senda næringu og fatnað til Úkraínu

Sam­kaup af­hentu í dag Golf­sam­bandi Íslands nær­ingu og fatnað sem flogið verður með til Úkraínu á morg­un og þaðan yfir á átaka­svæðin í Kænug­arði. Einnig hef­ur verið virkjuð söfn­un í sam­starfi við Rauða kross­inn í Sam­kaups-app­inu.

Af­hentu þau Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa og Heiður Björk Friðbjörns­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri fjár­mála­sviðs Sam­kaupa þeim Brynj­ari Eldon Geirs­syni og Kar­en Sæv­ars­dótt­ur hjá Golf­sam­bandi Íslands yfir þrjú þúsund pró­tínstykki, steinefna­blönd­ur og létt­an þurrmat.

Sjá nánar á mbl.is