Samkaup

Samkaup hagnast um 461 milljón

Samstæða Samkaupa, sem rekur verslanir undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland, hagnaðist um tæplega 461 milljón króna á síðasta ári samanborið við 446 milljónir árið 2020. Þetta kemur fram í ársskýrslu Samkaupa sem var birt

Rekstrartekjur félagsins hækkuðu um rúmlega 4% á milli ára og námu 40 milljörðum króna. Í skýrslu stjórnar segir að tekjuvöxturinn skýrist meðal annars af fjölgun verslana og aukinni markaðssókn. Framlegð nam 9.827 milljónum eða 24,6% af tekjum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2021 jókst um 4% á milli ára og nam 2.427 milljónum.

Eignir Samkaupa í árslok 2021 námu 19,2 milljörðum, samanborið við 18,0 milljarða ári áður. Fastafjármunir jukust um 1.326 milljónir, aðallega vegna fjárfestingar í þremur nýjum verslunum og fjárfestingum í hugbúnaðarþróun. Eigið fé í árslok var 3.564 milljónir og eiginfjárhlutfall var því 18,6%.

Skoða nánar á vef Viðskiptablaðsins