Verð lækkaði í öllum verslunum Samkaupa

Verðkannanir á vöru­körfu, sem unnar voru af verðlagseftirliti ASÍ, sýna að verð hefur lækkað á þeim vörum sem kannanirnar náðu til í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Iceland.

Kannanirnar voru gerðar dagana 11. -18. maí 2022 og 8. – 15. septem­ber 2022.  Mest lækkaði verð í Kram­búðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjör­búðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslana­keðju Sam­kaupa, sem áður segir.

Verð á mjólkur­vöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á á­vöxtum og græn­meti. Verð á drykkjar­vöru í þremur verslunum verslunar­keðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hrein­lætis­vöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland.

Lesa nánar á sudurnes.net