Væri annars eingöngu með grunnskólapróf

Hrefna Sif Ármanns­dótt­ir versl­un­ar­stjóri ætlaði sér ekki í meira nám eft­ir grunn­skóla þegar hún fann ástríðu fyr­ir því að vinna. Hún hafði ekki hug á að leggja vinnu sína til hliðar en er nú, 12 árum síðar kom­in með stúd­ents­próf, diplómu og nú síðast sér­staka há­skóla­gráðu í versl­un­ar­fræðum. Námið fékk hún allt að taka meðfram vinnu og stefn­ir hún nú á að mennta sig enn meira meðfram starfi sínu.

„Þegar ég byrjaði hjá Sam­kaup­um 2010 var ég bara búin með grunn­skóla­próf og eitt­hvað smá inn í stúd­ent­inn en eig­in­lega ekki neitt. Ég var bara búin að leggja þetta á hill­una, ég taldi mig ekk­ert vera góða í skóla en ég var mjög góð í að vinna svo ég ákvað bara að ein­beita mér að því sem ég gerði vel,“ seg­ir Hrefna Sif sem starfar sem versl­un­ar­stjóri hjá Sam­kaup­um.

Góður náms­ár­ang­ur sem kom á óvart
Þegar hún hafði starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í þrjú ár fékk hún tæki­færi á að taka diplómu í versl­un­ar­stjórn­un sam­hliða vinnu.

„Ég út­skrifaðist með mjög góðum náms­ár­angri og kom mér bara ótrú­lega á óvart,“ seg­ir Hrefna Sif. „Ég fékk auk­inn eld­móð til þess að sækja mér meiri mennt­un og kláraði stúd­ent­inn.“

Fyr­ir ári síðan fékk hún, ásamt nokkr­um öðrum starfs­mönn­um Sam­kaupa, tæki­færi til þess að prófa nýja náms­leið í sam­starfi við há­skól­ann á Bif­röst og Sam­kaup en um er að ræða leiðtogaþjálf­un fyr­ir versl­un­ar­stjóra. Námið er síðan hægt að nota upp í frek­ara há­skóla­nám, til dæm­is í viðskipta­fræði eins og Hrefna sér fyr­ir sér að gera.

„Þetta nám tek ég ekki bara með inn í vinnustaðinn minn held­ur líka inn í mitt per­sónu­lega líf. Þetta er svona nám þar sem maður lít­ur inn á við og skoðar hvernig stjórn­andi maður vill vera,“ seg­ir Hrefna um námið.

Ætlaði aldrei að leggja vinn­una til hliðar
Það fór fram í fjór­um lot­um, í hvert sinn í tvo daga í senn og fékk Hrefna Sif að fara úr vinnu þessa daga án þess að laun væru dreg­in af henni eða frí­dag­ar.

„Ég ætlaði aldrei að leggja vinn­una til hliðar til að mennta mig. Ef ég ætlaði að mennta mig varð ég að gera það sam­hliða vinnu. Ég hef svo mikla ástríðu fyr­ir vinn­unni og mig lang­ar ekki að hætta. Sam­kaup hef­ur byggt upp ótrú­lega fjöl­breytt­ar og mis­mun­andi leiðir fyr­ir starfs­fólkið að námi hvar sem það er statt,“ seg­ir Hrefna.

Skoða nánar á vef mbl.is