Samkaup vann norrænu Blaze inclusion jafnréttisverðlaunin

Samkaup vann um helgina norrænu Blaze inclusion jafnréttisverðlaunin, sem veitt voru af norsku samtökunum Diversify.

Samkaup er verðlaunahafi í flokki Synergist – þar sem það viðurkennt fyrir skuldbindingu sína til að vinna í átt að bættu jafnrétti.
Blaze-verðlaunin fagna brautryðjendum – einstaklingum og stofnunum – sem sýna frumkvæði þegar kemur að jafnréttismálum. Leggja áherslu á fjölbreytileika fólks, þátttöku þess í samfélaginu, jafnrétti í víðara samhengi en kynjajafnrétti og gefa öllu fólki tækifæri á að tilheyra í vinnunni og í samfélaginu.