Umhverfið
Í gegnum árin hefur athygli almennings á umhverfismálum vaxið ört og orðið hlutdeild að því að stunda samviskusöm og árangursrík viðskipti. Aðgerðir okkar leiða til sparnaðar hjá viðskiptavinum okkar og tryggir að komandi kynslóðir íslendinga fái að njóta fegurðar og þess góða sem umhverfið okkar hefur upp á bjóða.
Við hjá Samkaupum berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Við notum auðlindir af ábyrgð og tökum tillit til umhverfisins í daglegum rekstri okkar.
Samfélagsleg ábyrgð skipar stóran sess í starfsemi allra verslana Samkaupa. Áhersla er lögð á flokkun á sorpi og reynt er eftir fremsta megni að nýta orku frá kælivélum til upphitunar verslunarhúsnæðis.
Samkaup er fyrsta matvörukeðjan á Íslandi sem vinnur markvisst að því að loka sínum frystum til að bæta gæði á vörum og spara raforku.
Samkaup hefur unnið markvisst með átakið Minni Sóun – Allt Nýtt en með átakinu er verið að kynna fyrir viðskiptavinum og starfsfólki hvað unnt er að gera til að stuðla að minni sóun matvæla, flokkun úrgangs og ýmiss konar orkusparnaði.
Nettó býður nú stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftími vöru styttist og stuðlar þetta að minni sóun matvöru. 20% afsláttur er veittur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 30 daga og ferskvöru sem á 2 daga í síðasta söludag. 30% afsláttur er af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 15 daga og ferskvöru sem á einn dag í síðasta söludag. 50% afsláttur er af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 7 daga og ferskvöru sem er komin á síðasta söludag. Allt þetta undir slagorðinu; Keyptu í dag – notaðu í dag!
