Páskaegg hjá Nettó

Páskaeggin hækka minnst í Kjörbúð og Nettó

Verð á páskaeggjum hefur hækkað minnst í Kjörbúðinni og Nettó frá árinu 2023, að því er kemur fram í verðlagskönnun ASÍ. Hækkunin nemur aðeins 3% í Kjörbúðinni og 4% í Nettó. Þetta er töluvert undir hækkunum helstu keppinauta.

Það sama er uppi á teningnum þegar skoðuð er verðþróun frá árinu 2022, en þar nema hækkanir í Kjörbúðinni og Nettó 12% og 13%, en næst á eftir kemur Bónus með 19% hækkun. Aðrar verslanir hafa hækkað meira.

Þegar kemur að verðinu sjálfu eru Kjörbúðin og Nettó í öðru og þriðja sæti yfir þær verslanir þar sem eggin eru ódýrust og er munurinn oft ekki nema örfáar krónur. Þegar eggin eru keypt í gegnum Samkaupaappið, þar sem 2% kaupverðs myndar inneign til notkunar síðar, eru eggin enn ódýrari og í sumum tilfellum ódýrust allra sem tekin voru fyrir í mælingum ASÍ.

Skoða má niðurstöðurnar á vefsíðu ASÍ hér:
https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/verdlagsfrettir/margar-verslanir-keppast-um-laegsta-verdid-a-paskaeggjum/