Samkaup hafa gert samning við Pure North um heildstæða ráðgjöf í úrgangsstjórnun verslana Nettó, Kjörbúðar, Krambúðar og Iceland um land allt. Hlutverk Pure North verður að halda utan um og bæta úrgangsstjórnun Samkaupa með það að markmiði að ná fram mestu mögulegu skilvirkni í málaflokknum, út frá sjónarmiðum umhverfismála, kostnaðar og menningar innan Samkaupasamstæðunnar. Horft er til framtíðar í samningnum og mun Pure North aðstoða Samkaup í þessari vegferð næstu 2 árin hið minnsta.