Nettó leggur 1,5 milljónir króna til góðgerðamála

Nettó hef­ur út­hlutað jóla­styrkj­um til Fjöl­skyldu­hjálp­ar, Sam­hjálp­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar að upp­hæð 500.000 krón­ur hvert fyr­ir jól­in 2023. Koma þess­ir styrk­ir til viðbót­ar við aðra sam­fé­lags­styrki sem Sam­kaup, sem á og rek­ur versl­an­ir Nettó, veita ár­lega víðs veg­ar um landið á hinum ýmsu sviðum.

Sann­ur jóla­andi

Sann­ur jóla­andi var alls­ráðandi meðal gesta og for­svars­manna góðgerðafé­lag­anna þegar þau Helga Dís Jak­obs­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Nettó, og Heiðar Ró­bert Birnu­son, rekstr­ar­stjóri Nettó, af­hentu full­trú­um fé­lag­anna styrk­ina. Lagt er kapp á að af­henda styrk­ina fyr­ir jól svo hægt sé að nýta þá í aðdrag­anda jóla.

Heiðar Ró­bert Birnu­son, rekstr­ar­stjóri Nettó, seg­ir ein­stak­lega ánægju­legt og mik­il­vægt að geta stutt við fé­lög víðs veg­ar um landið með þess­um hætti.

„Við höf­um þann vana að styrkja það mik­il­væga starf sem góðgerðafé­lög vinna í des­em­ber ár hvert. Við vit­um að des­em­ber get­ur verið erfiður fyr­ir marg­ar fjöl­skyld­ur og hvað mörg njóta góðs af starfi Fjöl­skyldu­hjálp­ar, Sam­hjálp­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Við erum því af­skap­lega stolt af því að geta lagt þeim lið og hvetj­um önn­ur fyr­ir­tæki til þess að gera slíkt hið sama,“ seg­ir Heiðar.

Rík áhersla á sam­fé­lags­lega ábyrgð

Verk­efnið er liður í um­fangs­mik­illi sam­fé­lag­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og með jóla­styrkj­un­um meðtöld­um hafa Sam­kaup veitt tæp­ar 73 millj­ón­ir króna í styrki í ár. Sam­kaup leggja áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð í allri starf­sem­inni, en fyr­ir­tækið rek­ur yfir 60 versl­an­ir víðs veg­ar um landið og rík áhersla er lögð á að styðja við nærsam­fé­lagið á hverj­um stað með fjöl­breytt­um hætti. Á hverju ári veit­ir Sam­fé­lags­sjóður Sam­kaupa styrki í mik­il­væg mál­efni sem tengj­ast æsku- og for­varn­ar­starfi, lýðheilsu-, um­hverf­is- og góðgerðastarfi.