Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022

Samkaup hlutu í morgun menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa tóku í sameiningu við verðlaununum. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í annað sinn sem Samkaup hlýtur þessi verðlaun.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins