Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum

Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda.

„En ég horfi aldrei á þær ein. Er meira að segja myrkfælin,“ segir Andrea og skellihlær.

Andrea segir eiginmanninn, Bjarna Garðarsson flugmanni hjá Icelandair, settan í það hlutverk að horfa á myndirnar með henni. Polteirgeist stendur upp úr. Freddy Kruger myndirnar. Pet Sematary. Svo ekki sé talað um seríurnar American Horror Story, Dahmer og fleiri.

Þótt Andrea muni sinna markaðsstjórastarfinu sínu í dag eins og aðra vinnudaga, er þessi mánudagur þó óhefðbundinn. Enda óvenjumikil stemning fyrir hrekkjavökunni í Keflavík þar sem þau hjónin búa með börnunum sínum.

Ekki er nóg með það að öll fjölskyldan klæðir sig upp í búninga. Þá mæta systkynabörn sérstaklega úr Kópavogi tl þess að taka þátt í stemmingunni.

Lesa allt viðtal inni á Vísi.is