Lækkum verð á um 400 vörunúmerum

Sam­kaup til­kynntu í gær að verð yrði lækkað á fleiri en 400 vör­u­núm­er­um und­ir merkj­um Ängla­mark og X-tra í öll­um versl­un­um sín­um. Þær eru rúm­lega 60 víða um land og eru und­ir merkj­um Nettó, Kram­búðar­inn­ar, Kjör­búðar­inn­ar og Ice­land. Verðið verður nú sam­bæri­legt og jafn­vel lægra en í upp­hafi árs og kem­ur til með að hald­ast að minnsta kosti óbreytt til ára­móta. Hugs­un­in með lækk­un­um þess­um er að sporna gegn áhrif­um verðbólgu á dag­leg inn­kaup fólks.

„Við höf­um fengið gríðarleg­ar verðhækk­an­ir til okk­ar frá fram­leiðend­um og birgj­um hér heima. Marg­ar telj­um við óþarfar. Að okk­ar mati hef­ur verið of auðvelt fyr­ir þessa aðila að velta öll­um hækk­un­um út í verðlagið, seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson for­stjóri Sam­kaupa í til­kynn­ingu.

Síðastliðið haust sendu Sam­kaup frá sér bréf til birgja sinna og fleiri þar sem kallað var eft­ir sam­starfi til að spyrna gegn hækk­un­um á vöru­verði. Und­ir­tekt­ir voru eng­ar, rétt eins og þegar er­indi var sent til tíu stærstu birgja Sam­kaupa fyr­ir nokkru. Þar var óskað eft­ir 5% verðlækk­un til ára­móta sem þá gæti skilað sér beint til viðskipta­vina.

Lesa á mbl.is