Krambúðin og Kjörbúðin hefja sölu á lausasölulyfjum

Sam­kaup hef­ur hafið sölu á lausa­sölu­lyfj­um í þrem­ur versl­un­um fé­lags­ins. Versl­an­irn­ar sem um ræðir eru Kram­búðin á Flúðum og Laug­ar­vatni, og Kjör­búðin á Fá­skrúðsfirði.

„Lausa­sölu­lyf­in eru nýj­asta viðbót­in í vöru­úr­vali versl­ana á þess­um svæðum og kær­kom­in viðbót fyr­ir íbúa, sum­ar­bú­staðaeig­end­ur og ferðamenn enda eng­in apó­tek í þess­um þétt­býlis­kjörn­um,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­kaup­um.

Lausa­sölu­lyf­in sem boðið verður upp á eru meðal ann­ars Panodil-stíl­ar, Panodil hot, Panodil-freyðitöfl­ur, Íbúfen, Parata­bs, Lórít­in, míxt­úra, Hist­asín og Nicot­inell. Sala á lyfj­un­um er háð und­anþágu frá kröfu um lyf­sölu­leyfi til sölu til­tek­inna lausa­sölu­lyfja í al­mennri versl­un.

„Sala á lausa­sölu­lyfj­um í þess­um þrem­ur versl­un­um er fyrsta skrefið í að veita viðskipta­vin­um okk­ar enn betri þjón­ustu. Það er í skoðun hjá okk­ur að opna fyr­ir sölu á lausa­sölu­lyfj­um í öðrum versl­un­um enda telj­um við það sam­fé­lags­lega skyldu okk­ar að bjóða viðskipta­vin­um upp á sem fjöl­breytt­asta vöru­úr­valið, ekki síst á þeim stöðum þar sem önn­ur þjón­usta er af skorn­um skammti,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill.

Sam­kaup reka yfir 60 versl­an­ir um land allt und­ir merkj­um Nettó, Kjör­búðar­inn­ar, Kram­búðar­inn­ar, Ice­land og Sam­kaupa.