Heilsuáskorun til sjómanna!

Í gær hóf­ust Heilsu- og lífs­stíls­dag­ar í versl­un­um Nettó en þá gefst heilsu­unn­end­um kost­ur á að versla heilsu­vör­ur á af­slátta­kjör­um í öll­um versl­un­um Nettó og einnig í net­versl­un. Með Heilsu- og lífs­stíls­dög­um vill Nettó mæta kröf­um viðskipta­vina um heilsu­sam­legt vöru­úr­val á góðu verði.

Í kjöl­far Heilsu- og lífs­stíls­daga Nettó, sem standa yfir dag­ana 26. janú­ar – 5. fe­brú­ar, spratt upp hug­mynd að sam­starfs­verk­efni sem efnt hef­ur verið til. Verk­efnið ber yf­ir­skrift­ina Heilsu­áskor­un til sjó­manna! og hef­ur áhöfn­in um borð í frysti­tog­ar­an­um Tóm­asi Þor­valds­syni, sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Þor­björn hf í Grinda­vík ger­ir út, tekið áskor­un­inni.

„Við hjá Nettó erum ákaf­lega ánægð að vera sam­starfsaðili í þessu skemmti­lega heilsu­efl­andi átaki sjó­manna,“ seg­ir Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir, markaðsstjóri Nettó.

Sjá nánar á vef mbl.is