20% af sölu Samkaupa fer í gegnum appið

Fyr­ir rúm­lega hálfu ári tóku versl­an­ir Sam­kaupa nýtt app í notk­un fyr­ir viðskipta­vini sína þar sem þeim bjóðast bæði sér­kjör auk þess að safna fríðind­um. Þá er jafn­framt hægt að borga í gegn­um appið. Í dag fer 20% af sölu versl­ana fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um appið og í einni versl­un er hlut­fallið komið upp í 60%.

Sam­kaup rek­ur um 60 versl­an­ir um landið und­ir merkj­um Nettó, Kjör­búðar­inn­ar, Kram­búðar­inn­ar, Há­skóla­búðar­inn­ar, Ice­land og Sam­kaup strax.

40 þúsund not­end­ur
Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fé­lagið sé þegar komið um hálfa leið í átt að upp­haf­leg­um mark­miðum sín­um með appið, en gert hafði verið ráð fyr­ir að það myndi jafn­vel taka nokk­ur ár.

„Þetta er veg­ferð sem var teiknuð upp til langs­tíma. Við erum kom­in hálfa leið miðað við það sem við töld­um okk­ur geta farið með appið og það á aðeins 6 mánuðum,“ seg­ir Gunn­ar. Þegar eru tæp­lega 40 þúsund not­end­ur að app­inu og seg­ir Gunn­ar að um 70% noti appið aft­ur eft­ir fyrstu til­raun.

Fengu jóla­gjöf­ina í gegn­um appið
Inn­leiðing á app­inu hófst fyr­ir jól­in í fyrra. Fengu starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins send­ar upp­lýs­ing­ar um til­raunaaðgang þann 11. des­em­ber í fyrra, en jóla­gjöf fyr­ir­tæk­is­ins kom jafn­framt sem inn­eign í app­inu. Gunn­ar seg­ir að á fyrstu vik­unni hafi því 98% starfs­fólks­ins sótt appið og í fram­hald­inu verið með í próf­un fram í apríl þegar það var kynnt fyr­ir viðskipta­vin­um.

Gunn­ar seg­ist gera sér grein fyr­ir því að meiri­hluti appa endi í rusl­inu og fái litla sem enga notk­un. Því hafi mik­ill und­ir­bún­ing­ur farið í appið og út­gáfu þess til að það færi á flug. „Við vild­um ekki enda með þessa fjár­fest­ingu í rusl­inu,“ seg­ir hann og því hafi mikið verið lagt upp úr því að virkja bæði starfs­fólkið sem og að fá strax fast­an vild­ar­viðskipta­vina­hóp sem not­ar appið. Það hafi meðal ann­ars verið gert með því að láta starfs­fólk aðstoða viðskipta­vini í búðum með notk­un­ina, aug­lýs­inga­her­ferðum og svo með allskon­ar til­boðum sem aðeins voru í boði í app­inu.

Jóla­da­ga­talið best heppnaða markaðsátakið
Núna í des­em­ber fór fyr­ir­tækið meðal ann­ars af stað með jóla­da­ga­tal sem Gunn­ar seg­ir að hafi aukið notk­un gríðarlega. Hug­mynd­in sé að hafa eina vöru á sér­kjör­um hvern ein­asta dag, en vör­urn­ar eiga það sam­merkt að vera meðal hefðbund­inna vöru­kaupa heim­ila fyr­ir jól­in. „Jóla­da­ga­talið er best heppnaða markaðsaðgerðin í tengsl­um við appið og bara besta markaðsaðgerð hjá fyr­ir­tæk­inu frá upp­hafi ásamt heilsu­dög­um Nettó,“ seg­ir hann. Sem dæmi nefn­ir Gunn­ar að fyrsta dag­inn hafi verið til­boð á ís­lensku kon­fekti og þann dag hafi sal­an jafn­gilt 30% af allri kon­fekt­sölu í des­em­ber í fyrra.

Hæsta hlut­fallið á Skaga­strönd
Í dag fer 20% af sölu versl­ana fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um appið og seg­ir Gunn­ar að hjá mörg­um versl­un­um sé hlut­fallið mun hærra. Þannig sé hlut­fallið 60% hjá einni versl­un á lands­byggðinni, en það er á Skaga­strönd. Seg­ir hann að þar hafi starfs­fólk­inu strax lit­ist vel á appið og ákveðið að keyra notk­un­ina á því áfram.

Þar sem Gunn­ar tal­ar um að vera kom­inn hálfa leið með appið leik­ur blaðamanni for­vitni að vita hvað það að fara alla leið feli í sér. Gunn­ar seg­ir að ný­lega hafi öll­um markaðsbæk­ling­um verið komið í appið og fljót­lega á nýju ári verði svo opnað fyr­ir leiki þar sem fólk geti unnið sér inn inn­eign og notað í búðunum. Fyr­ir sum­arið eigi svo að koma upp inn­kaupal­ist­um.

Not­end­ur apps­ins eru sem fyrr seg­ir orðnir tæp­lega 40 þúsund. Gunn­ar seg­ir það vel um­fram björt­ustu vænt­ing­ar, en að út frá notk­un­inni sé hann nú far­inn að gæla við að hægt sé að ná 100 þúsund not­end­um á næstu árum.

Per­sónu­leg til­boð á teikni­borðinu
Appið er í grunn­inn það sama og Coop versl­un­ar­keðjan í Dan­mörku not­ar, en hún er sam­starfsaðili Sam­kaupa. Gunn­ar seg­ir að Sam­kaup hafi svo aðlagað appið að sín­um þörf­um. Í Dan­mörku hafi Coop fyr­ir nokkru inn­leitt per­sónu­leg til­boð. „Það er eitt­hvað sem okk­ur finnst mjög spenn­andi að gera á næstu tveim­ur árum,“ seg­ir Gunn­ar. Þannig auk­ist verðmæti fyr­ir viðskipta­vini mikið þegar hann geti fengið sér til­boð sem höfði til hans.

Þegar kem­ur að markaðssetn­ingu sem bein­ist beint að ákveðnum ein­stak­ling­um vakna alltaf upp spurn­ing­ar um per­sónu­vernd og hvernig farið er með gögn. Gunn­ar seg­ir að þegar Sam­kaup skrifuðu und­ir samn­ing við Coop um appið hafi hann verið ein blaðsíða. Hins veg­ar hafi per­sónu­vernd­ar­á­kvæði sem fylgdu samn­ingn­um verið 48 blaðsíður. „Það hef­ur eng­inn sér­stak­an áhuga á að kom­ast í gögn sem eru of ná­lægt viðskipta­vin­in­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að einu grunnupp­lýs­ing­arn­ar sem yrðu safnað væru ald­ur, kyn og bú­seta.

Gunn­ar seg­ir þetta hins veg­ar bjóða upp á mikla mögu­leika. Þannig nefn­ir hann sem dæmi að það skipti sjaldn­ast máli hversu mörg til­boð eða aug­lýs­ing­ar viðskipta­vin­ur sér um kaffi ef hann drekk­ur ekki kaffi. Niðurstaðan er að hann muni ekki kaupa kaffið. Ef viðkom­andi drekki hins veg­ar te sé hægt að beina ein­ung­is te aug­lýs­ing­um að hon­um og sleppa þannig áreiti af óþarfa aug­lýs­ing­um.

Sjá á mbl.is