Stjórn og framkvæmda- stjórn
Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjórn Samkaupa er að finna hér að neðan:
Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjórn Samkaupa er að finna hér að neðan:
Sigríður hóf störf sem framkvæmdastjóri innkaupa og vöruhúss Samkaupa í júlí 2025. Hún var á undan því framkvæmdastjóri JAE hótela og stjórnarformaður Atlögu. Þar áður gegndi hún starfi framkvæmdastjóra vörustjórnar- og markaðssviðs BYKO ásamt því að starfa hjá Högum, m.a. sem rekstrarstjóri innkaupa- og markaðsmála og staðgengill forstjóra Hagkaups sem og fjármálastjóri Aðfanga. Sigríður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, miniMBA gráðu í stafrænni verslun og markaðsmálum frá Akademias og er ICF vottaður stjórnendamarkþjálfi.
Heiður Björk er forstjóri og framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Samkaupa. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Að auki er hún með próf í verðbréfaviðskiptum og vottun í fjármálaráðgjöf. Hún hóf störf hjá Samkaupum í mars 2020 en starfaði áður hjá Arion banka frá árinu 2007 og hefur því víðtæka reynslu á sviðum fjármála.
Kosin á aðalfundi 10. mars 2022.
Fyrst kjörinn í stjórn: 2025
Fyrst kjörin í stjórn: 2022
Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi dýralæknir frá 2002, Verslunarstjóri KB í Borgarnesi 2008-2019. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 2019
Menntun: Cand.med.vet frá Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL) og MBA nám frá Háskóla Íslands.
Fyrst kjörin í stjórn: 2021
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri LC ráðgjöf frá árinu 2009, þar áður alþingismaður 2007-2009. Rektor Háskólans í Reykjavík 1998-2007. Forstóri LEAD Consulting 1991-1999. Leiðbei nandi og doktorsnemi í West Virgina University 1986-1991.
Menntun: B.A. próf í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1986. Meistarapróf í atferlisfræði frá West Virginia University árið 1989 og doktorspróf í atferlisfræði með áherslu á stjórnun frá sama háskóla árið 1991.
Fyrst kjörin í stjórn: 2021
Starfsreynsla: Deloitte, eigandi og forstöðumaður útibús í Reykjanesbæ frá árinu 2006. Þar áður löggiltur endurskoðandi frá árinu 2001, almenn endurskoðun og ráðgjöf frá 1995-2001 og ritari og bókari frá 1990-1991, allt hjá fyrirtækinu Deloitte.
Menntun: Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1995 og löggiltur endurskoðandi frá sama hásskóla árið 2000. Viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias árið 2020.
Fyrst kjörinn í stjórn: 2024
Starfsreynsla: Starfað við ráðgjöf, fjárfestingar og stjórnarstörf frá árinu 2006. Framkvæmdarstjóri GK Capital Partners frá árinu 2023. Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Arion Banka á árunum 2018-2023. Framkvæmdarstjóri hjá Stöplum Advisory 2015-2018. Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf MP Banka 2015 – 2018. Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital og Askar Capital 2009 – 2011. Gjaldeyrismiðlari hjá Íslandsbanka á árinu 2009. Fjárfestingastjóri hjá Straumborg ehf. 2006-2009. Ýmis störf fyrir Samkaup hf. með skóla og hléum á árunum 1993-2005.
Menntun: Verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands 2001 og stúdentspróf 2003. B.Sc. í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið 2006. Masterspróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015.
Fyrst kjörinn í stjórn: 2023
Starfsreynsla: Verkefnastjóri almannatengsla og útgáfu hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði frá 2014. Þar áður sjálfstætt starfandi við ráðgjöf, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar 2009-2013 og kennsla í Heiðarskóla, Reykjanesbæ 1999-2006.
Menntun: B.A. próf í stjórnmálafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.