Samkaup fáni

Stjórn og framkvæmda- stjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjórn Samkaupa er að finna hér að neðan:

Framkvæmdastjórn Samkaupa hf.

  • Auður Daníelsdóttir

    Forstjóri

    Auður tók við starfi forstjóra Samkaupa sumarið 2025. Hún er með Cand.Oecon-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk námi í AMP-stjórnendanámi frá IESE í Barcelona auk starfsmannastjórnun frá Háskóla Íslands.

  • Sigríður Gröndal

    Framkvæmdastjóri innkaupa og vöruhúss

    Sigríður hóf störf sem framkvæmdastjóri innkaupa og vöruhúss Samkaupa í júlí 2025. Hún var á undan því framkvæmdastjóri JAE hótela og stjórnarformaður Atlögu. Þar áður gegndi hún starfi framkvæmdastjóra vörustjórnar- og markaðssviðs BYKO ásamt því að starfa hjá Högum, m.a. sem rekstrarstjóri innkaupa- og markaðsmála og staðgengill forstjóra Hagkaups sem og fjármálastjóri Aðfanga. Sigríður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, miniMBA gráðu í stafrænni verslun og markaðsmálum frá Akademias og er ICF vottaður stjórnendamarkþjálfi.

  • Svanur Valgeirsson

    Framkvæmdastjóri Krambúða og 10-11
    Svanur er með B.A. próf í íslensku og lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2021. Hann hóf störf hjá Samkaupum í júlí 2025 en starfaði áður sem framkvæmdastjóri Lyfjavals í fimm ár. Þá var hann starfsmannastjóri Bónus í átta ár, rak Debenhams í fjögur ár og var auglýsinga- og mannauðsstjóri hjá 365 í nokkur ár. Hann hefur því víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri, smásölu og stjórnun starfsmannamála.
  • Heiður Björk Friðbjörnsdóttir

    Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

    Heiður Björk er forstjóri og framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Samkaupa. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Að auki er hún með próf í verðbréfaviðskiptum og vottun í fjármálaráðgjöf. Hún hóf störf hjá Samkaupum í mars 2020 en starfaði áður hjá Arion banka frá árinu 2007 og hefur því víðtæka reynslu á sviðum fjármála.

Stjórn Samkaupa hf.

Kosin á aðalfundi 18. júlí 2025.

  • Jón Ásgeir Jóhannesson

    Stjórnarformaður

    Fyrst kjörin í stjórn: 2025

  • Magnús Ingi Einarsson

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörin í stjórn 2025

  • Liv Bergþórsdóttir

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörin í stjórn 2025.

  • Garðar Newman

    Meðstjórnandi

    Fyrst kjörinn í stjórn: 2025

  • Margrét Katrín Guðnadóttir

    Varaformaður

    Fyrst kjörin í stjórn: 2022

    Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi dýralæknir frá 2002, Verslunarstjóri KB í Borgarnesi 2008-2019. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 2019

    Menntun: Cand.med.vet frá Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL) og MBA nám frá Háskóla Íslands.