FUNDARBOÐ til hluthafafundar vegna fyrirhugaða sölu á 99% hlutafjár í félaginu

HLUTHAFAFUNDUR SAMKAUPA HF. ÞANN 18. JÚLÍ 2025

Reykjanesbær, 7. júlí 2025

Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til hluthafafundar föstudaginn 18. júlí 2025 kl. 15:00 á skrifstofu félagsins, að Krossmóum 4, 230 Reykjanesbæ.

Til hluthafafundar er boðað með meira en einnar viku fyrirvara, sbr. 1. mgr. 88. gr. laga nr. 2/1995 umhlutafélög 1. mgr. 12. gr. samþykkta félags, og er til hans boðað með almennri auglýsingu í samræmi við tilvitnað ákvæði samþykkta félags, sbr. 2. mgr. 88. gr. sömu laga.

Dagskrá fundarins:
1. Setning fundar
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
3. Kjör stjórnar félagsins
4. Önnur mál sem eru löglega fram borin

Kjör stjórnar félagsins

Í tengslum við fyrirhugaða sölu á 99% hlutafjár í félaginu, er boðað til hluthafafundar til kosninga á nýrri stjórn félagsins.
Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir boðaðan hluthafafund, sbr. 1. mgr. 63. gr. (a) laga nr. 2/1995 um hlutafélög, og skulu upplýsingar í samræmi við 2. mgr. sama ákvæðis fylgja tilkynningu um framboð.
Gögn vegna fundarins, þ.m.t. dagskrá og tillögur, verða aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagsins viku fyrir hluthafafund í samræmi við 5. mgr. 88.gr. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ef hluthafar fela umboðsmanni að sækja fundinn fyrir sína hönd skal framvísa skriflegu umboði þess efnis á fundinum eða senda það til stjórnar fyrir fund með rafrænum hætti.

Stjórn Samkaupa hf.