Stjórn Samkaupa hf., kt. 571298-3769 boðar hér með til hluthafafundar þann 17. september 2025 kl. 15:00 á skrifstofu Prís að Smáratorgi 3, 2. hæð, 201 Kópavogi.
Til hluthafafundar er boðað með meira en einnar viku fyrirvara, sbr. 1. mgr. 88. gr. laga nr. 2/1995 umhlutafélög 1. mgr. 12. gr. samþykkta félags, og er til hans boðað með almennri auglýsingu í samræmi við tilvitnað ákvæði samþykkta félags, sbr. 2. mgr. 88. gr. sömu laga.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál tekin til umræðu og ákvarðanatöku:
1. Tillaga um breytingu á félagaformi, úr hlutafélagi í einkahlutafélag
2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytt félagaform
3. Önnur mál.
Á fyrirhuguðum hluthafafundi félagsins verða bornar upp tillögur stjórnar félagsins að félagaformi félagsins verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag á grundvelli heimildar í ákvæði 132. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og að breytingar verði gerðar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingu á félagaformi. Um er að ræða tillögur að eftirfarandi breytingum frá núgildandi samþykktum:
(a) samþykktir aðlagaðar að nýju félagaformi;
(b) bæta við ákvæðum sem hæfa einkahlutafélagi með aðeins einum hluthafa;
(c) fella brott ákvæði um heimilisfang félagsins
(d) fella á brott heimildir stjórnar til þess að hækka hlutafé;
(e) ákvæði um rafræna skráningu hlutabréfa félagsins fjarlægð; og
(f) ákvæði um samskipti við hluthafa, tillögur til hluthafafundar og atkvæðagreiðslur einfölduð.
Gögn vegna fundarins, þ.m.t. dagskrá, tillögur og nýjar samþykktir, verða aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu Samkaupa við Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ og skrifstofu Prís að Smáratorgi 3, 2. hæð, 201 Kópavogi, viku fyrir hluthafafund í samræmi við 5. mgr. 88.gr. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ef hluthafar fela umboðsmanni að sækja fundinn fyrir sína hönd skal framvísa skriflegu umboði þess efnis á fundinum eða senda það til stjórnar fyrir fund með rafrænum hætti.
Reykjavík, 10. september 2025
f.h. stjórnar Samkaupa hf.