Stjórn og framkvæmdastjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdaráð Samkaup er að finna hér að neðan:


Framkvæmdaráð Samkaupa hf.

Ómar Valdimarsson – Forstjóri 

Ómar er forstjóri  Samkaupa. Hann lauk prófi í rekstrarfræði frá Samvinnuháskólanum á Bifröst árið 1991 og MBA frá Háskóla Íslands. Ómar hóf störf hjá KSK árið 1996 sem verslunarstjóri nýrrar verslunar Samkaupa á Ísafirði. Síðar tók hann við starfi fjármálastjóra félagsins og árið 2009 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Samkaupa. Ómar hefur setið í stjórn KSK og Samkaupa auk annarra félaga tengdum Samkaupum og KSK.

Netfang: omarv@samkaup.is


Heiður Björk Friðbjörnsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Heiður Björk er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Hún er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Að auki er hún með próf í verðbréfaviðskiptum og vottun í fjármálaráðgjöf. Hún hóf störf hjá Samkaupum í mars 2020 en starfaði áður hjá Arion banka frá árinu 2007 og hefur því víðtæka reynslu á sviðum fjármála.

Netfang: heidur@samkaup.is


Stefán Guðjónsson – Framkvæmdastjóri  innkaupasviðs

Stefán er framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Stefán vann sem verslunarstjóri Kaskó Keflavík frá 1997 til 2000. Hann starfaði sem rekstrarstjóri Nettó og Kaskó keðjanna frá árunum 2004 til 2007.

Netfang: stefan@samkaup.is


Gunnar Egill Sigurðsson – Framkvæmdastjóri  verslunarsviðs

Gunnar Egill er framkvæmdastjóri  verslunarsviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði nám við Otaru Univesity of Commerce í Japan veturinn 2002 til 2003. Gunnar hefur starfað hjá Samkaup síðan árið 2003, fyrst sem verslunarstjóri í tveimur verslunum og síðar sem rekstrarstjóri Samkaup strax, Kaskó og Nettó.

Netfang: gunnar@samkaup.is


Gunnur Líf GunnarsdóttirGunnur Líf Gunnarsdóttir – Framkvæmdastjóri Mannauðsmála

Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum.
Hún lauk kennaranámi frá Háskóla Íslands árið 2011 og MBA námi frá sama skóla. Hún starfaði lengi vel hjá Hjallastefnunni og stýrði þar fjölbreyttum verkefnum, þá starfaði hún við fræðslumál og stjórnun ásamt því að vera persónuverndarfulltrúi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu InfoMentor ehf. áður en hún hóf störf hjá Samkaupum.

Netfang: gunnur@samkaup.is


Stjórn Samkaupa hf.

Kosin á aðalfundi 10. mars 2021.

samkaup_skuli_skulasonSkúli Skúlason – Formaður

Fyrst kjörinn í stjórn: 2011

Starfsreynsla: Starfsmannastjóri Kaupfélags Suðurnesja og Samkaupa hf frá 1985-2007. Starfsmannastjóri Norðuráls í Helguvík 2007-2011. Framkvæmdastjóri Urtusteins ehf frá 2011.

Menntun: B.ed frá Kennaraháskóla Íslands 1981. Diploma í rekstrarstjórnun frá Háskóla Íslands 1994 og Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2004.


_MG_1702Guðsteinn Einarsson – Varaformaður

Fyrst kjörinn í stjórn:  2009

Starfsreynsla: Skrifstofustjóri KH/SAH á Blönduósi, 1980-1988, Kaupfélagsstjóri KH/SAH 1988-1998. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 1998.

Menntun: Verslunarpróf úr Samvinnuskólanum Bifröst, Diplomanám í rekstri-og stjórnun frá HÍ og MBA nám frá HÍ.


Anna Birgitta Geirfinnsdóttir –  Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2021

Starfsreynsla: Deloitte, eigandi og forstöðumaður útibús í Reykjanesbæ frá árinu 2006. Þar áður löggiltur endurskoðandi frá árinu 2001, almenn endurskoðun og ráðgjöf frá 1995-2001 og ritari og bókari frá 1990-1991, allt hjá fyrirtækinu Deloitte.

Menntun: Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1995 og löggiltur endurskoðandi frá sama hásskóla árið 2000. Viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias árið 2020.


Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir – Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2021

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri LC ráðgjöf frá árinu 2009, þar áður alþingismaður 2007-2009. Rektor Háskólans í Reykjavík 1998-2007. Forstóri LEAD Consulting 1991-1999. Leiðbei nandi og doktorsnemi í West Virgina University 1986-1991.

Menntun: B.A. próf í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1986. Meistarapróf í atferlisfræði frá West Virginia University árið 1989 og doktorspróf í atferlisfræði með áherslu á stjórnun frá sama háskóla árið 1991.


 
Halldór Jóhannsson – Meðstjórnandi

Fyrst kjörinn í stjórn: 2015

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri KEA svf. frá 2005. Áður aðstoðarframkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks hf. 2003-2005 og aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA 2001-2003. Starfaði hjá Landsbanka Íslands 1996-2001 við fjármögnun, fjárfestingar og samrunaráðgjöf.  Hefur setið og situr í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Menntun: Viðskiptafræðingur af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1996.