Stjórn og framkvæmdastjórn

Upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdaráð Samkaup er að finna hér að neðan:


Framkvæmdaráð Samkaupa hf.

Samkaup_omar_valdimarssonÓmar Valdimarsson – Forstjóri 

Ómar er forstjóri  Samkaupa. Hann lauk prófi í rekstrarfræði frá Samvinnuháskólanum á Bifröst árið 1991 og MBA frá Háskóla Íslands árið 2015. Ómar hóf störf hjá KSK árið 1996 sem verslunarstjóri nýrrar verslunar Samkaupa á Ísafirði. Síðar tók hann við starfi fjármálastjóra félagsins og árið 2009 hóf hann störf sem framkvæmdastjóri Samkaupa. Ómar hefur setið í stjórn KSK og Samkaupa auk annarra félaga tengdum Samkaupum og KSK.

Netfang: omarv@samkaup.is


 samkaup_brynjar_steinarssonBrynjar Steinarsson – Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Brynjar er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Hann er  menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand og  kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskóla í Árósum. Brynjar var skrifstofustjóri KSK frá árunum 1989 til 1998. Starfaði sem endurskoðandi hjá Ernst & Young í Noregi á árunum 2002 til 2004, sem aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa hf. frá 2004 til 2007 og sem fjármálastjóri Atlantsskipa ehf. frá 2007 til 2008. Hann rak eigið ráðgjafarfyrirtæki frá 2008 til 2010.

Netfang: brynjar@samkaup.is


samkaup_stefan_ragnar_GudjonssonStefán Guðjónsson – Framkvæmdastjóri  innkaupasviðs

Stefán er framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. Stefán vann sem verslunarstjóri Kaskó Keflavík frá 1997 til 2000. Hann starfaði sem rekstrarstjóri Nettó og Kaskó keðjanna frá árunum 2004 til 2007.

Netfang: stefan@samkaup.is

 


samkaup_gunnar_egill_sigurdssonGunnar Egill Sigurðsson – Framkvæmdastjóri  verslunarsviðs

Gunnar Egill er framkvæmdastjóri  verslunarsviðs Samkaupa. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði nám við Otaru Univesity of Commerce í Japan veturinn 2002 til 2003. Gunnar hefur starfað hjá Samkaup síðan árið 2003, fyrst sem verslunarstjóri í tveimur verslunum og síðar sem rekstrarstjóri Samkaup strax, Kaskó og Nettó.

Netfang: gunnar@samkaup.is

 


Gunnur Líf GunnarsdóttirGunnur Líf Gunnarsdóttir – Framkvæmdastjóri Mannauðsmála

Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum.
Hún lauk kennaranámi frá Háskóla Íslands árið 2011 og MBA námi frá sama skóla 2015.

Netfang: gunnur@samkaup.is

 


Stjórn Samkaupa hf.

Kosin á aðalfundi í mars 2019.

samkaup_skuli_skulasonSkúli Skúlason – Formaður

Fyrst kjörinn í stjórn: 2011

Starfsreynsla: Starfsmannastjóri Kaupfélags Suðurnesja og Samkaupa hf frá 1985-2007. Starfsmannastjóri Norðuráls í Helguvík 2007-2011. Framkvæmdastjóri Urtusteins ehf frá 2011.

Menntun: B.ed frá Kennaraháskóla Íslands 1981. Diploma í rekstrarstjórnun frá Háskóla Íslands 1994 og Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2004.


_MG_1702Guðsteinn Einarsson – Varaformaður

Fyrst kjörinn í stjórn:  2009

Starfsreynsla: Skrifstofustjóri KH/SAH á Blönduósi, 1980-1988, Kaupfélagsstjóri KH/SAH 1988-1998. Kaupfélagsstjóri KB í Borgarnesi frá 1998.

Menntun: Verslunarpróf úr Samvinnuskólanum Bifröst, Diplomanám í rekstri-og stjórnun frá HÍ og MBA nám frá HÍ.


 Árelía Eydís Guðmundsdóttir – Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2011

Starfsreynsla: Stundakennari við Háskóla Íslands og University of Essex 1994-1998. Gallup 1996-1999. Lektor og dósent við Háskólann í Reykjavík 1998-2003. Dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands frá 2003.

Menntun: BA í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991. Msc í Industrial Relations and Personnel Management frá London School of Economics 1993. Doktorspróf frá Háskóla Íslands 2001. Diplóma í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2006.


 
halldorHalldór Jóhannsson – Meðstjórnandi

Fyrst kjörinn í stjórn: 2015

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri KEA svf. frá 2005.  Áður aðstoðarframkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks hf. 2003-2005 og aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA 2001-2003.  Starfaði hjá Landsbanka Íslands 1996-2001 við fjármögnun, fjárfestingar og samrunaráðgjöf.  Hefur setið og situr í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Menntun: Viðskiptafræðingur af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1996.


samkaup_margret_katrin_ErlingsdottirMargrét Katrín Erlingsdóttir – Meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn: 2013

Starfsreynsla: 2002 Framkvæmdastjóri „Hjá Maddý ehf“, uppgjör, ráðgjöf og skattskil. 1978-2002 ýmis skrifstofustörf, bankastarfsmaður og um tíma hjá PwC Selfossi. 2002-2010 bæjarfulltrúi í Árborg.

Menntun: :  Viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík 2001.