Gildin okkar

Grunngildi Samkaup
Allar rekstrareiningar Samkaupa eru reknar með sömu gildi að leiðarljósi þegar kemur að rekstri og þjónustu. Starfsmenn Samkaupa sýna ábyrgð og fagmannlega framkomu í starfi sínu og endurspegla gildi og viðhorf félagsins til þjónustu við viðskiptavini.

Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem endurspegla grunngildi félagsins:

Sveigjanleiki – Kaupmennska – Áræðni – Samvinna

Sveigjanleiki til að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina um allt land sem endurspeglar fjölbreytt en um leið vandað og hnitmiðað vöruval á sanngjörnu verði.

Kaupmennska sem byggir á skýrum ferlum og innri samskiptum, vöru- og þjónustugæðum, fag- og vöruþekkingu starfsfólks og útliti og ásýnd.

Áræðni sem vísar á mikilvægi þess að ryðja úr vegi hugarfarslegum hindrunum og finna sífellt nýjar og betri leiðir til þjónustu og rekstrar um leið og samkeppni einkennist af sjálfstrausti og frumkvæði á markaði.