Um Samkaup

Samkaup reka um fimmtíu verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Samkaup úrval, Samkaup strax og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 900 í 500 stöðugildum.

Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Samkaup starfar á íslenskum dagvörumarkaði og byggir rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.

Þjónusta Samkaupa einkennist af kaupmennsku, áræðni og sveigjanleika.