Sækja um styrk

Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.

Eitt af meginmarkmiðum Samkaupa er að vera virk í samfélagslegri ábyrgð og styðja við æskulýðs- og íþróttastarf á þeim stöðum sem verslanirnar okkar eru staðsettar. Stefna Samkaupa er að halda áfram slíkum verkefnum áfram og hefur verið settur á stofn samfélagssjóður Nettó og Kjörbúðarinnar.

Samfélagssjóður Nettó mun auglýsa eftir styrkjum á heimasíðu Nettó frá júní – október. Sjóðurinn velur auk þess árlega eitt stórt aðalverkefni til að styðja og er það verkefni ákveðið af stjórn sjóðsins án umsókna.