Styrktarmál

Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.

Eitt af meginmarkmiðum Samkaupa er að vera virk í samfélagslegri ábyrgð og styðja við æskulýðs- og íþróttastarf á þeim stöðum sem verslanirnar okkar eru staðsettar. Stefna Samkaupa er að halda áfram slíkum verkefnum áfram og hefur verið settur á stofn samfélagssjóður Nettó og Kjörbúðarinnar.

Samfélagssjóður Nettó mun auglýsa eftir styrkjum á heimasíðu Nettó frá júní – október. Sjóðurinn velur auk þess árlega eitt stórt aðalverkefni til að styðja og er það verkefni ákveðið af stjórn sjóðsins án umsókna.

Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins um þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum:

Heilbrigður lífsstíll

Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir.

Æskulýðs- og forvarnarstarf  

Meðal annars er átt við hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

Umhverfismál

Meðal annars er átt við minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.

Mennta, menningar og góðgerðarmál

Meðal annars er átt við menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðagerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

Upphæðir styrkja ráðast af áherslum, verkefnum og fjölda umsókna hverju sinni.

Samfélagssjóðirnir styrkja ekki trúfélög, stjórnmálaflokka, ferðalög einstaklinga eða félaga, verkefni sem byggjast á persónulegum hagsmunum eða viðskiptatengslum.