Styrktarmál

Beiðni um styrk Beiðni um auglýsingu

Samkaup hefur í gegnum árin tekið þátt í hinum ýmsu samfélagsverkefnum og styrkt fjöldann allan af íþróttafélögum, íþróttaviðburðum, menningar- og mannúðarstörfum, góðgerðasamtökum og öðrum metnaðarfullum verkefnum. Áhersla er lögð á hópa frekar en einstaklinga og börn og unglinga frekar en fullorðna.

Eitt af meginmarkmiðum Samkaupa er að styðja við æskulýðs- og íþróttastarf á þeim stöðum sem verslanirnar okkar eru staðsettar. Stefna Samkaupa er að halda áfram slíkum verkefnum og leggja okkar að mörkum til samfélagsins.

Umsóknir eru teknar fyrir í lok hvers mánaðar. Samþykktum umsóknum er svarað í byrjun hvers mánaðar.