Mannauður

Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska – Áræðni og Sveigjanleiki eru leiðarljós í öllum starfi. Hjá Samkaupum starfa um 1000 manns í tæplega 600 stöðugildum.

Samkaup leggur áherslu á að starfsmenn séu hluti af öflugri framlínu og búi yfir góðri faglegri þekkingu, áræðni og sveigjanleika. Unnið er markvisst starf innan fyrirtækisins til að svo geti orðið.  Mannauðssvið Samkaupa leiðir þá vinnu svo markmið nái fram að ganga.