Mannauðsstefna

Eitt af lykilatriðum í velgengni Samkaupa felst í mannauðnum.

Það er hagur Samkaupa að starfsfólk  hafi góða þekkingu á verkefnum sínum og hlutverki Samkaupa sem þjónustufyrirtækis.  Samkaup leggur áherslu á að starfsfólk eigi möguleika á að þróast í starfi innan félagsins í samræmi við metnað, hæfni og kunnáttu.

Lögð er áhersla á góðan og jákvæðan starfsanda í fyrirtækinu og að Samkaup sé skemmtilegur vinnustaður þar sem starfi fjölbreyttur hópur starfsmanna með ólíkan bakgrunn. Samkaup leggur einnig áherslu á að  starfsmenn sýni hver öðrum virðingu og jákvætt viðmót. Það er sameiginleg ábyrgð allra starfsmanna að hjá Samkaupum ríki góður starfsandi.

Stefna Samkaupa er að gæta jafnréttis milli kynjanna, kynþátta og trúar og að starfsfólk sé metið óháð uppruna, aldri eða kyni þegar kemur að ráðningum, starfsþróun, símenntun og launakjörum. Við tryggjum gott hvetjandi starfsumhvefi og veitum starfsfólki okkar tækifæri á að vaxa og dafna í starfi þar sem allir vinna samkvæmt gildum félagsins og að sameiginlegu markmiði sem skilar sér til ánægðra viðskiptavina.

Sækja um starf hjá Samkaup.